Nú er allt í framleiðni-algleymi og dagarnir líða hratt. Þeir 16 vinnustaðir sem voru í boði þetta árið hafa starfað í 2 daga og styttist í uppskerudag.
Föstudagurinn 31. maí verður með eftirfarandi sniði. Verslanir opna um kl 09:30 og eru opnar til 12:00. Líklega verður Seðlabanki Barnabæjar ekki með posa þetta árið svo við verðum að benda fólki á að taka með sér reiðufé.
Við hvetjum foreldra, vini, vandamenn og alla aðra áhugsama að fjölmenna – og gera þetta að frábærum endahnút á farsælt skólaár.