Hvatningarverðlaun Heimilis og Skóla

Gleðidagur í sögu Barnabæjar:

í dag voru okkur veitt hvatningarverðlaun Heimilis og skóla við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu að viðstaddum mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur.  Verðlaununum veittu viðtöku fulltrúar skólans, foreldra, kennara, nemenda og nærsamfélagsins.

Allir aðildarfulltrúar Barnabæjar samankomnir með Katrínu Jakobsdóttur og Katli Berg Magnússyni, formanni Heimilis og skóla.
Allir aðildarfulltrúar Barnabæjar samankomnir með Katrínu Jakobsdóttur og Katli Berg Magnússyni, formanni Heimilis og skóla.

Í niðurstöðu dómnefndar segir: „Það var samdóma álit dómnefndar að Barnabær hljóti Hvatningarverðlaunin árið 2013. Dómnefndin taldi verkefnið vel í anda umræðu um fjármálalæsi þjóðarinnar og því fari vel á því að byrja að kenna yngstu kynslóðinni um gildi hagkerfis okkar. Verkefnið er vel útfært og gert spennandi fyrir ungmenni sem gerir þau færari að takast á við hugtök framtíðarinnar í efnahagsmálum sem skilar sér vonandi í hagsæld þeirra í framtíðinni. Foreldrar barna í verkefninu gegna stóru hlutverki og með því skapast mikil tengsl og skilningur á því umhverfi sem börnin nærast og þrífast í.“  Og þar hafið þið það.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *