Gleðidagur í sögu Barnabæjar:
í dag voru okkur veitt hvatningarverðlaun Heimilis og skóla við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu að viðstaddum mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Verðlaununum veittu viðtöku fulltrúar skólans, foreldra, kennara, nemenda og nærsamfélagsins.

Í niðurstöðu dómnefndar segir: „Það var samdóma álit dómnefndar að Barnabær hljóti Hvatningarverðlaunin árið 2013. Dómnefndin taldi verkefnið vel í anda umræðu um fjármálalæsi þjóðarinnar og því fari vel á því að byrja að kenna yngstu kynslóðinni um gildi hagkerfis okkar. Verkefnið er vel útfært og gert spennandi fyrir ungmenni sem gerir þau færari að takast á við hugtök framtíðarinnar í efnahagsmálum sem skilar sér vonandi í hagsæld þeirra í framtíðinni. Foreldrar barna í verkefninu gegna stóru hlutverki og með því skapast mikil tengsl og skilningur á því umhverfi sem börnin nærast og þrífast í.“ Og þar hafið þið það.