Barnabær á Facebook

Fríða stofnaði feisbúkk-grúppu um Barnabæ:
https://www.facebook.com/groups/500034983384551/
þar sem allir geta litið inn og fylgst með.  Og náttúrulega tekið þátt í kjölfarið.

Endilega meldið ykkur hjá mér, Ingólfi eða Fríðu og hvetjið sem flesta til að taka þátt: Með vinnustað fyrir 2-10 krakka (því fleiri fullorðnir sem taka þátt, því færri krakkar geta verið á hverjum vinnustað, því nánari og betri aðstæður skapast fyrir nám), eða með því að koma og styðja við starfið einn eða fleiri daga/brot úr dögum.  Við styðjum við skólastarfið með beinum hætti.
Við óskum sérstaklega eftir fleiri „gaura“-vinnustöðum – iðnaðarmenn úr foreldrahópnum eru því sérlega vel séðir!
Og eins vantar ennþá kaffihúsa-utanumhaldara!
Með von um jákvæð og góð viðbrögð,

Ragnar

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *