Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Barnabæjar skipa:

kjörnir fulltrúar 6. bekkjar: Hrafn Arnarson og Linda Rut Long Björnsdóttir,

kjörnir fulltrúar 7. bekkjar: Linda Ósk Valdimarsdóttir og Signý Ósk Vernharðsdóttir,

kjörnir fulltrúar 8. bekkjar: Úlfur Þór Böðvarsson og Halldóra S. Kristjánsdóttir,

kjörinn fulltrúar 9. bekkjar: James Hrafn Bichard og Hjördís Rún Gísladóttir.

Fimmtudaginn, 2. maí kom Birgir Smári Ársælsson frá lýðræðisfélaginu Öldu (http//:alda.is) og ræddi við bæjarstjórnina. Hann ræddi um nokkrar stoðir lýðræðisins, t.d.: Hringurinn er form lýðræðis – í hringborðsumræðum sitja allir jafn nálægt og allir geta horft framan hvern annan.
– Aðgengi upplýsinga verður að vera gott, faldar upplýsingar vinna gegn lýðræði.
– Gagnsæi er mikilvægt, að allir skilji hvernig ákvarðanir eru teknar.
– Mikilvægt er að hægt sé að fylgja ferli ákvarðana skref fyrir skref.
– Þeir sem taka ákvarðanir verða að geta rökstutt og kynnt hugmyndir sínar áður en ákvarðanir eru teknar.
– Gagnkvæmt traust verður að ríkja.
– Lýðræði má ekki vera valið heldur virkt – í lýðræði má ekki bara leyfa að taka valdar ákvarðanir heldur allar.

Birgir Smári hvatti Barnabæ til að setja form lýðræðis og fylgja því.  Að ganga fremur lengra en skemur.  Hann sagði líka frá því formi fundarstjórnar sem Alda notar.  Þar er kosinn fundarstjóri sem hefur það verkefni að sjá til að allir komist að og sá sem talar hverju sinni fái að tala óáreittur.  Í staðin fyrir frammíköll nota fundarmenn handatákn á fundum, t.d. þýðir upprétt hönd að sá vilji komast að og tjá sig.  Ef notað er handartáknið „lítið“ vill sá rétt skjóta athugsemd að.  Í stað þess að láta gleði sína í ljós með frammíköllum er höndunum veifað. Fundarritari skráir niður allar ákvarðanir og þau mál sem um var rætt.

Hann sagði líka frá skólum sem hafa reynt sig í beinu lýðræði.  Með því að klikka á slóðina opnast nýr gluggi með síðu skólanna.
Sudbury Valley School: http://www.sudval.org/
Summerhill School: http://www.summerhillschool.co.uk/

 

Bæjarstjórnin fundar með Birgi Smára
Bæjarstjórnin fundar með Birgi Smára

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *