Barnabær settur

Barnabær 2015 var settur nú í morgunsárið. Mikil spenna og eftirvænting er í starfsfólki og nemendum og allir spenntir fyrir stóra tívólídeginum sem verður á fimmtudaginn. Við hjá Pressunni ætlum að skella hér inn heitum og ferskum fréttum frá starfinu sem og selja blaðið okkar á fimmtudaginn kemur. Sömuleiðis verðum við með útvarp sem verður staðsett í matsal skólans.

 

Gleðilegan Barnabæ!

Barnabær 2015

Það styttist í gleðina! Barnabær verður haldinn dagana 1.-4. júní.

Við ætlum að breyta til í ár og hafa T Í V O L Í – þema. Grunnhugmyndavinna fyrir stöðvar er vel á veg komin en gaman væri að heyra frá þeim foreldrum sem hafa áhuga á að koma og vera með okkur þessa daga. Sendið endilega tölvupóst á besbarnabaer@barnaskolinn.is og látið vita af ykkur!

Barnabæjarblaðið fór heim í dag og þar er margt spennandi að sjá. Umsóknum skal skilað til umsjónarkennara í síðasta lagi 27. apríl.

Bestu kveðjur,
Tinna bæjarstjóri

Video-deild BESta blaðsins

Við viljum benda ykkur á vídeoið sem vídeodeild BESta blaðsins sá um.   Það vann Hrefna Björg (18 ára og fyrrverandi nemandi BES) með hópi fréttamanna.  Þar gildir eins og annar staðar hjá BESta blaðinu

S J Ó N   E R   S Ö G U   R Í K A R I

Lokadagar

Nú er allt í framleiðni-algleymi og dagarnir líða hratt.  Þeir 16 vinnustaðir sem voru í boði þetta árið hafa starfað í 2 daga og styttist í uppskerudag.

Föstudagurinn 31. maí verður með eftirfarandi sniði.  Verslanir opna um kl 09:30 og eru opnar til 12:00.  Líklega verður Seðlabanki Barnabæjar ekki með posa þetta árið svo við verðum að benda fólki á að taka með sér reiðufé.

Við hvetjum foreldra, vini, vandamenn og alla aðra áhugsama að fjölmenna – og gera þetta að frábærum endahnút á farsælt skólaár.

Hvatningarverðlaun Heimilis og Skóla

Gleðidagur í sögu Barnabæjar:

í dag voru okkur veitt hvatningarverðlaun Heimilis og skóla við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu að viðstaddum mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur.  Verðlaununum veittu viðtöku fulltrúar skólans, foreldra, kennara, nemenda og nærsamfélagsins.

Allir aðildarfulltrúar Barnabæjar samankomnir með Katrínu Jakobsdóttur og Katli Berg Magnússyni, formanni Heimilis og skóla.

Allir aðildarfulltrúar Barnabæjar samankomnir með Katrínu Jakobsdóttur og Katli Berg Magnússyni, formanni Heimilis og skóla.

Í niðurstöðu dómnefndar segir: „Það var samdóma álit dómnefndar að Barnabær hljóti Hvatningarverðlaunin árið 2013. Dómnefndin taldi verkefnið vel í anda umræðu um fjármálalæsi þjóðarinnar og því fari vel á því að byrja að kenna yngstu kynslóðinni um gildi hagkerfis okkar. Verkefnið er vel útfært og gert spennandi fyrir ungmenni sem gerir þau færari að takast á við hugtök framtíðarinnar í efnahagsmálum sem skilar sér vonandi í hagsæld þeirra í framtíðinni. Foreldrar barna í verkefninu gegna stóru hlutverki og með því skapast mikil tengsl og skilningur á því umhverfi sem börnin nærast og þrífast í.“  Og þar hafið þið það.